Henrik Hielmstierne

Henrik Hielmstierne. Undir myndinni eru minningarorð á latínu eftir Luxdorph.

Henrik Hielmstierne (1. janúar 171518. júlí 1780) var íslensk-danskur embættismaður, aðalsmaður, sagnfræðingur og bókasafnari.

Hann hét Henrik Henrichsen, en var aðlaður 1747 og tók sér þá nafnið Hielmstierne. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 1715. Faðir hans, Niels Henrichsen (d. 1745), var auðugur kaupmaður með íslenskar rætur. Móðir hans hét Agnete Birgitte Henrichsen, fædd Finkenhagen (d. 1763).


Developed by StudentB